Nýjasta nýtt hjá okkur eru jarðtenginga teygjulök með þéttu neti silfurþráða sem þýðir meiri jarðtengingaleiðni.
Lökin eru framleidd úr lífrænni bómull eins og venjulegu jarðtengdu blöðin okkar, en í stað grófs nets silfurþráða er silfurgarni blandað inn í allt efnið. Þetta þýðir að um það bil 24% af heildaryfirborðinu er silfur (samanborið við um það bil 6% flatarmál fyrir venjuleg lök).
Lökin eru steingrá að lit og eru með tengismellu í jaðrinum fyrir tengisnúruna.
Með lakinu fylgir allt sem þú þarft: Lak, 4,6m leiðnisnúru og kló fyrir innstunguna. Ath að það eru plastpinnar sem fara inn í rafmagnshluta innstungunnar.
Mælt er með að lakið sé í beinni snertingu við húðina til að það virki sem best, þó að lakið virki einnig í gegnum þunnt lak úr náttúrulegum efnum, s.s. bómull, silki, hör svo eitthvað sé nefnt.
Grá Jaðrðtengingar teygjulök - margar stærðir - meiri jarðtenging
Það er nauðsynlegt að þvo bómullar- og SoftSilver lökin og ábreiðurnar. Með því að þvo þær samkvæmt leiðbeiningum helst jarðtengingareiginleikinn lengur í þræðunum. Þegar lakið er þvegið fer úr því líkamssviti og olíur frá húðinni sem geta komið í veg fyrir jaðrtengingu.
Við mælum með:
- að þvo lakið vikulega eða í það minnsta hálfsmánaðarlega
- að þvo lakið í þvotta vél við 40°C
- að láta þvottavélina vinda á max. 800 snúningum
- að nota þvottefni sem er laust við hörð efni og olíur (sjá þvottefni sem við mælum með)
- að þurrka lakið annað hvort með því að hengja það upp eða í þurrkara á lægri hita en 65°C
- að strauja lakið á lágum hita, ef þú vilt strauja það
Við mælum EKKI með
- að þvo lakið með þvottefni sem inniheldur bleikiefni
- að þvo lakið með mýkingarefni
- að þvo lakið ekki með hvítunarefnum eða tæringarefnum (oxdent)
- að þvo lakið ekki með þvottefni sem gefur sterka lykt hvort sem er efnalykt eða ilmkjarnaolíur
- að þurrhreinsa lakið ekki
Bleikiefni, krem og olíur geta lagst á silfrið og komið þannig í veg fyrir að það leiði jarðtenginguna. Sama á við um mýkingarefni, það safnast utan á silfrið.
Vinsamlegast ath. líka að þvottaefnahólfið á þvottavélinni sé laust við leyfar af þvottefnum sem ekki henta fyrir þessar vörur áður en þvegið er.
Við ráðleggjum að bíða amk í klukkutíma með að leggjast á jarðtengdar vörur með silfurþráðum eftir að krem eða olíur hafa verið borin líkamann.